Viðamiklar björgunaraðgerðir í Noregi

ERLENT  | 8. nóvember | 19:42 
Viðamiklar aðgerðir standa nú yfir skammt fyr­ir utan Øyg­ar­den í Hörðalandi í suðurhluta Noregs þar sem björgunarfólk vinnur í kapp við tímann til að koma í veg fyrir að norska herskipið Helge Ingstad sökkvi eftir árekstur við maltneskt olíuskip sem varð um klukkan fjögur í nótt.

Viðamiklar aðgerðir standa nú yfir skammt fyr­ir utan Øyg­ar­den í Hörðalandi í suðurhluta Noregs þar sem björgunarfólk vinnur í kapp við  tímann til að koma í veg fyrir að norska herskipið Helge Ingstad sökkvi eftir árekstur við maltneskt olíuskip sem varð um klukkan fjögur í nótt. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig sjór hefur flætt yfir hluta skipsins. 

Frétt mbl.is

Skipstjóri herskipsins missti stjórn á því við áreksturinn og rak það í átt að landi. Við það kom gat á skrokk skipsins og mikill sjór flæddi inn í það. 

Átta hlutu minni háttar meiðsli við áreksturinn en flytja þurfti 137 manna áhöfn herskipsins frá borði sem og 23 manna áhöfn ol­íu­skips­ins. Engar upplýsingar hafa verið veittar um orsök slyssins, en rannsókn stendur yfir.

 

Þættir