Bíll alelda við lögreglustöðina

INNLENT  | 23. ágúst | 21:38 
Bíll er alelda á bílastæði við lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Slökkviliðið er að störfum að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er talin hætta á að eldur berist í nærliggjandi hús.

Bíll er alelda á bílastæði við lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Slökkviliðið er að störfum að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er talin hætta á að eldur berist í nærliggjandi hús og talið er að bíllinn hafi verið mannlaus. 

Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn kl. 21:15, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu og gekk fljótt og vel að slökkva eldinn. 

Uppfært 22:08: Bifreiðin sem var í einkaeigu er mikið skemmd að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu, sem segir ekki ljóst hvers vegna eldurinn kviknaði en málið sé í rannsókn.

 

 

Þættir