Skyr og brauð, enginn vandi

INNLENT  | 6. febrúar | 16:23 
„Ég fékk mér skyr og brauð, enginn vandi,“ segir Laura Claessen, sem er vön að borða í hádeginu í Samfélagshúsinu á Aflagranda. Þar voru starfsmenn í verkfalli í dag og það sama má segja um önnur dvalar- og þjónustuheimili Reykjavíkurborgar. Fólk kippti sér lítið upp við verkfallið.

„Ég fékk mér skyr og brauð, enginn vandi,“ segir Laura Claessen, sem er vön að borða í hádeginu í Samfélagshúsinu á Aflagranda. Þar voru starfsmenn í verkfalli í dag og það sama má segja um önnur dvalar- og þjónustuheimili Reykjavíkurborgar. Fólk kippti sér lítið upp við verkfallið.

Í dag var fyrsti heili dagurinn í skæruverkföllum Eflingar en hinn sautjánda febrúar hefst allsherjarverkfall ef ekki næst að semja. Þá gæti málið vandast á heimilum þar sem þjónustan er meiri. Guðbjörg Teresía Einarsdóttir er forstöðumaður á Vitatorgi þar sem þjónustuíbúðir eru fyrir aldraða. Hún segir að allsherjarverkfall myndi koma illa niður á heimilisfólki þar sem ekki væri hægt að baða það, svo eitthvað sé nefnt. Augaleið gefi að það geti ekki gengið til lengri tíma.

Í myndskeiðinu er kíkt á Aflagrandann og Vitatorg í hádeginu í dag. Þar var heldur tómlegt um að litast þar sem yfirlitt er mikið um að vera á venjulegum dögum.

 

Þættir