Rússar hvetja til stillingar á Kóreuskaga

ERLENT  | 16. júní | 13:39 
Stjórnvöld í Rússlandi hvetja til stillingar á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu upp sam­vinnu­stofn­un ríkjanna sem var staðsett við landa­mæra­bæ­inn Kae­song, á yf­ir­ráðasvæði Norður-Kór­eu.

Stjórnvöld í Rússlandi hvetja til stillingar á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu upp sam­vinnu­stofn­un ríkjanna sem var staðsett við landa­mæra­bæ­inn Kae­song, á yf­ir­ráðasvæði Norður-Kór­eu. Myndskeið af sprengingunni má sjá hér að ofan. 

Frétt mbl.is

„Þetta er áhyggjuefni, við hvetjum báða aðila til að sýna stillingu,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sem ætla að fylgjast náið með gangi mála. 

Sprengingin átti sér stað aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að yf­ir­völd í Norður-Kór­eu hótuðu að beita hervaldi gegn ná­grönn­um sín­um í suðri á nýj­an leik. 

Hús­næði sam­vinnu­stofn­un­ar­inn­ar hef­ur verið mann­laust og yf­ir­gefið síðan í janú­ar vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins en Kim Yo-yong, systir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, lýsti því yfir um helgina að „gagnslausa stofnunin myndi brátt hrynja“.  Stofn­un­inni var komið á lagg­irn­ar árið 2018 og átti að stuðla að betri sam­skipt­um og sam­vinnu ríkj­anna.

Spenna í sam­skipt­um ríkj­anna hef­ur færst í auk­ana und­an­farn­ar vik­ur, meðal ann­ars eftir að norðurkór­esk­ir liðhlaup­ar voru sakaðir um senda áróðurs­blöð og bæk­linga yfir landa­mær­in. Norðurkór­esk stjórn­völd urðu æv­areið vegna þess og hótuðu að beita hern­um.

 

Þættir