Fyrrverandi fangavörður fékk skilorðsbundinn dóm

ERLENT  | 24. júlí | 10:44 
Fyrrverandi fangavörður í Stutthof-fangabúðum nasista var í dag dæmdur samsekur um grimmdarverk í seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi.

Fyrrverandi fangavörður í Stutthof-fangabúðum nasista var í dag dæmdur samsekur um grimmdarverk í seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi. 

Bruno Dey, sem er 93 ára gamall, var í Hamborg dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Er talið að þetta sé síðasti dómurinn sem fellur í máli gegn fangavörðum nasista en Dey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðunum á 5.230 einstaklingum í Stutthof-búðunum skammt frá Gdansk í Póllandi.

 

Réttarhöldin fóru fram fyrir unglingadómstól þar sem Dey var 17 og 18 ára gamall þegar hann starfaði við fangabúðirnar. 

 

Þættir