Þjóðverjar varaðir við Spáni

ERLENT  | 28. júlí | 9:31 
Þýsk yfirvöld hafa gefið út ferðaviðvörun til hluta Spánar, þar á meðal Katalóníu, vegna fjölgunar kórónuveirusmita í landinu. Spænsk yfirvöld eru afar ósátt við bresk yfirvöld að hafa krafist þess að þeir Bretar sem ferðist til Spánar þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna heim.

Þýsk yfirvöld hafa gefið út ferðaviðvörun til hluta Spánar, þar á meðal Katalóníu, vegna fjölgunar kórónuveirusmita í landinu. Spænsk yfirvöld eru afar ósátt við bresk yfirvöld að hafa krafist þess að þeir Bretar sem ferðist til Spánar þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna heim.

Í tilkynningu frá þýska utanríkisráðuneytinu er varað við ferðalögum til Katalón­íu, Aragón og Navarra að nauðsynjalausu vegna fjölgunar COVID-19-smita og útgöngubanns. 

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, er ekki sáttur við ákvörðun breskra yfirvalda um að senda alla ferðamenn sem koma frá Spáni í sóttkví. Hann segir að hluti Spánar sé mun öruggari staður til að vera á en Bretland. Talar hann þar sértaklega um Baleareyj­ar, Kanaríeyjar, Andalúsíu og Valencia-hérað. 

„Það má segja út frá farsóttarfræðilegu sjónarmiði að þetta séu öruggari áfangastaðir en Bretland,“ sagði Sanchez í viðtali við Telecinco seint í gærkvöldi. Hann segir að tvö af hverjum nýjum smitum séu í tveimur héruðum,  Katalón­íu og Aragón. Viðræður séu í gangi við bresk yfirvöld um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Spán

Ákvörðun breskra yfirvalda hefur valdið vonbrigðum og ringulreið meðal breskra ferðamanna á Spáni sem og Breta sem starfa við ferðaþjónustu á Spáni. 

Michelle Braddock, sem er frá Newquay, rekur hótel á Lanzarote og í viðtali við BBC segir hún ákvörðunina afar furðulega þar sem smit séu afar fá á Kanaríeyjum og að fólk sé í raun að koma á öruggari stað en heima fyrir. 

Breskir ferðamenn kvarta einnig yfir því hversu skammur fyrirvari var gefinn því reglunum var breytt skyndilega á sunnudag og tóku þær gildi á miðnætti þann dag.

 Frétt mbl.is

Sóttvarnamiðstöð Þýskalands hefur áhyggjur af fjölgun smita í Þýskalandi og er fólk hvatt til þess að ganga með andlitsgrímur og virða fjarlægðarmörk. 

„Við verðum að koma í veg fyrir að veiran breiðist enn og aftur stjórnlaust út," segir yfirmaður Robert Koch-stofnunarinnar, Lothar Wieler, við fréttamenn í morgun. Hann segist hafa miklar áhyggjur af fjölgun smita og það sama gildi um aðra hjá sóttvarnamiðstöðinni. 

 

Þættir