Mörkin: Brighton sannfærandi og furðulegt rautt spjald

ÍÞRÓTTIR  | 20. september | 15:48 
Bright­on vann sinn fyrsta sig­ur á tíma­bil­inu í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í heim­sókn sinni til Newcastle í dag. Urðu loka­töl­ur 3:0 og var sig­ur­inn afar sann­fær­andi.

Bright­on vann sinn fyrsta sig­ur á tíma­bil­inu í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í heim­sókn sinni til Newcastle í dag. Urðu loka­töl­ur 3:0 og var sig­ur­inn afar sann­fær­andi.

Frakk­inn Neal Maupay mætti klár í leik­inn því hann skoraði fyrsta mark strax á 4. mín­útu eft­ir afar klaufa­lega tæk­lingu All­ans Saint-Max­im­ins inn­an teigs. Skaut Maupay beint á markið úr víta­spyrn­unni sem fylgdi og kom Bright­on yfir.

Maupay var ekki hætt­ur því hann bætti við öðru marki sínu á sjö­undu mín­útu þegar hann kláraði af ör­yggi fram­hjá Karl Dar­low í marki Newcastle af stuttu færi. Aaron Connolly gull­tryggði svo 3:0-sig­ur með marki á 83. mín­útu og kom rautt spjald Yves Bis­souma á 89. mín­útu ekki að sök hjá Bright­on.

Mörkin og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir