Bólusetningar hafnar í Disneyland

ERLENT  | 14. janúar | 11:06 
Búið er breyta skemmtigarðinum Disneyland í Kaliforníu í bólusetningarmiðstöð þar sem stefnt er að því að bólusetja 7.000 manns á degi hverjum. Fólk yfir 65 ára og heilbrigðisstarfsfólk reið á vaðið á miðvikudag en skemmtigarðurinn hefur nú verið lokaður í 10 mánuði.

Búið er breyta skemmtigarðinum Disneyland í Kaliforníu í bólusetningarmiðstöð þar sem stefnt er að því að bólusetja 7.000 manns á degi hverjum. Fólk yfir 65 ára og heilbrigðisstarfsfólk reið á vaðið á miðvikudag en skemmtigarðurinn hefur nú verið lokaður í 10 mánuði.

Í myndskeiðinu frá AFP sem fylgir með fréttinni er kíkt á svæðið en faraldur Kórónuveirunnar hefur leikið íbúa Kaliforníu ill að undanförnu. Dauðsföll telja nú fleiri en 30.000 og 2.8 milljónir smita hafa verið staðfest í ríkinu. Gagnrýnt hefur verið hversu hægt hefur gengið að hefja bólusetningar en þessi notkun garðsins ætti að geta hraðað ferlinu umtalsvert.

 

Þættir