Bólusetningar hafnar í Disneyland

Búið er breyta skemmtigarðinum Disneyland í Kaliforníu í bólusetningarmiðstöð þar sem stefnt er að því að bólusetja 7.000 manns á degi hverjum. Fólk yfir 65 ára og heilbrigðisstarfsfólk reið á vaðið á miðvikudag en skemmtigarðurinn hefur nú verið lokaður í 10 mánuði.

Í myndskeiðinu frá AFP sem fylgir með fréttinni er kíkt á svæðið en faraldur Kórónuveirunnar hefur leikið íbúa Kaliforníu ill að undanförnu. Dauðsföll telja nú fleiri en 30.000 og 2.8 milljónir smita hafa verið staðfest í ríkinu. Gagnrýnt hefur verið hversu hægt hefur gengið að hefja bólusetningar en þessi notkun garðsins ætti að geta hraðað ferlinu umtalsvert.

Bílastæðin við Disneyland hafa nú verið tekið í notkun að …
Bílastæðin við Disneyland hafa nú verið tekið í notkun að nýju eftir lokun í tíu mánuði. AFP
170.000 skammtar bóluefnis hafa verið tryggðir fyrir íbúa Orange County …
170.000 skammtar bóluefnis hafa verið tryggðir fyrir íbúa Orange County þar sem garðurinn er en alls telja þeir um þrjár milljónir. Vonir eru bundnar við að allir íbúar verði bólusettir fyrir fjórða júlí. AFP
mbl.is