Þungvopnaðir við bandarísk þinghús

ERLENT  | 18. janúar | 13:49 
Þungvopnaðir liðsmenn bandarísku öfgahreyfingarinnar „Boogaloo“ eru teknir að safnast saman við bandarísk þinghús í nokkrum höfuðborgum ríkja í Bandaríkjunum. Tilefnið er væntanleg innsetning Joes Bidens í forsetaembættið en margir meðlimir segjast þó opinberlega hvorki fylgja Trump né Biden að málum.

Þungvopnaðir liðsmenn bandarísku öfgahreyfingarinnar „Boogaloo-bois“ eru teknir að safnast saman við bandarísk þinghús í nokkrum höfuðborgum ríkja í Bandaríkjunum. Tilefnið er væntanleg innsetning Joes Bidens í forsetaembættið en margir meðlimir hreyfingarinnar segjast opinberlega þó hvorki fylgja Trump né Biden að málum.

Í myndskeiðinu frá AFP-fréttaveitunni sem fylgir fréttinni er sýnt hvar Boogaloo-drengirnir, eins og þeir eru jafnan kallaðir, hafa tekið sér stöðu við þinghús í Columbus í Ohioríki og Salem í Oregon. Í því líkir einn liðsmaður atburðum undanfarinna daga við lykilatburð í  frönsku byltingunni þegar almenningur réðst inn í Bastilluna. 

 

 

Þrátt fyrir yfirlýsingar um að fylgja ekki Trump að málum hefur bandaríska alríkislögreglan FBI varað við mögulegum ofbeldisverkum af þeirra hálfu ef þingið myndi komast að þeirri niðurstöðu að víkja Trump forseta frá embætti fyrir hlut sinn í uppþotinu í Washington í síðustu viku þegar mótmælendur ruddust inn í þingið.

Frétt mbl.is

Mik­il ör­ygg­is­gæsla er í Washingt­on fyr­ir innsetningarat­höfn­ina á miðvikudag og um 25 þúsund þjóðvarðliðar verða send­ir til höfuðborg­ar­inn­ar til öryggisgæslu.

Þættir