Eitt og annað jákvætt við Covid

FÓLKIÐ  | 7. apríl | 14:28 
„Margir tala um það að Covid hafi hjálpað þeim að leita inn á við. Að hægja á öllu. Stærsti hlutinn í kringum mig hefur upplifað að eitthvað gott hafi komið út úr þessu,“ segir Sólveig Ösp Haraldsdóttir um jákvæð áhrif Covid í viðtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálaþætti dagsins.

„Margir tala um það að Covid hafi hjálpað þeim að leita inn á við. Að hægja á öllu. Stærsti hlutinn í kringum mig hefur upplifað að eitthvað gott hafi komið út úr þessu,“ segir Sólveig Ösp Haraldsdóttir um jákvæð áhrif Covid í viðtali við Berglindi Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing í Dagmálaþætti dagsins.

Flestir sjái þennan aukna tíma með fjölskyldunni sem mjög jákvæða breytingu. „Fólk vill samt almennt ekki tala um að því finnist bara æðislegt að vera í þessu rólega lífi,“ segir Sólveig Ösp sem er viðskipta­lög­fræðing­ur og fyrrverandim banka­starfsmaður.

Fyr­ir nokkr­um árum sneri hún al­gjör­lega við blaðinu og hóf veg­ferð sína að inni­halds­rík­ara og betra lífi. Í dag held­ur hún úti face­booksíðunni „Gleðilegt líf – lærðu að elska þig“ sem ætlað er að veita þeim sem eiga leið hjá inn­blást­ur og hvata með já­kvæðum og upp­byggi­leg­um skila­boðum.

Ásamt því vinn­ur hún að því að byggja upp fyr­ir­tæki sitt, sem felst í því að hjálpa fólki að kom­ast í betri líðan, lifa í sátt við sjálft sig og fjölga gleðistund­un­um í líf­inu, það ger­ir hún meðal ann­ars með nám­skeiðinu „Lærðu að elska þig“.

Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

Þættir