Vantar sigurhugarfar í Tottenham (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 8. apríl | 14:46 
Andy Townsend, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Southampton og Middlesbrough, segir lið Tottenham Hotspur skorta sigurhugarfar.

Andy Townsend, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Southampton og Middlesbrough, segir lið Tottenham Hotspur skorta sigurhugarfar.

„Það vantar sárlega sigurhugarfar í þetta Spurs-lið. Þeir eru með svo mikið af toppleikmönnum en sem lið, sem hópur, virðast þeir ekki geta þvingað það nægjanlega fram hjá hver öðrum.

Á einhverjum tímapunkti verður liðið að koma sér í þá stöðu að það geti unnið titil eða tvo. Þetta er svolítið „nú eða aldrei“ augnablik fyrir þennan hóp leikmanna,“ segir Townsend.

Í spilaranum hér að ofan skoðar hann lið Tottenham og Manchester United fyrir viðureign liðanna um helgina.

Totten­ham tek­ur á móti Man Utd í ensku úr­vals­deild­inni á morgun, sunnudag. Leik­ur­inn hefst klukk­an 15.30 og verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst hálf­tíma fyrr.

Þættir