Bond fékk stjörnu

FÓLKIÐ  | 7. október | 9:35 
Stórleikarinn Daniel Craig fékk stjörnu á frægðargötu Hollywood (e. Walk of Fame) í Los Angeles í gær. Nýjasta kvikmynd hans og hans síðasta Bond-kvikmynd, No Time To Die, var frumsýnd á dögunum og hefur hlotið góðar viðtökur.

Stórleikarinn Daniel Craig fékk stjörnu á frægðargötu Hollywood (e. Walk of Fame) í Los Angeles í gær. Nýjasta kvikmynd hans og hans síðasta Bond-kvikmynd, No Time To Die, var frumsýnd á dögunum og hefur hlotið góðar viðtökur. 

„Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta, en það er mér mikill heiður að fólk geti nú gengið yfir mig í Hollywood,“ sagði Craig við athöfn á frægðargötunni í gær og bætti við að hann væri mjög ánægður með árangurinn. 

No Time To Die var frumsýnd í lok september og er komin í kvikmyndahús víða um heim. Kvikmyndin sló sölumet sína fyrstu helgi í kvikmyndahúsum.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2021/10/05/nyja_bond_myndin_slaer_solumet/

Þættir