Bjarni og Tómas á Goodison Park: Þung spor

ÍÞRÓTTIR  | 1. desember | 23:24 
Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Sport og Bjarni Þór Viðarsson sérfræðingur og fyrrverandi leikmaður Everton voru á Goodison Park í kvöld og fóru yfir grannaslaginn að honum loknum.

Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Sport og Bjarni Þór Viðarsson sérfræðingur og fyrrverandi leikmaður Everton voru á Goodison Park í kvöld og fóru yfir grannaslaginn að honum loknum.

Bjarni sagði að hraðinn og gæðin hjá Liverpool hefðu skilið á milli liðanna og það væri mjög erfitt að spila á móti svona liði. Frammistaðan hjá Jordan Henderson hefði verið nánast ómennsk, og ótrúlegt hvernig hann hefði stjórnað spili Liverpool.

Rafael Benítez knattspyrnustjóra Everton brá fyrir í myndskeiðinu, fyrir aftan þá  félaga, þar sem hann gekk til búningsherbergja. „Þung spor,“ sagði Bjarni.

Þættir