Jafnaðarmenn í Hafnarfirði „kallaðir til verka“

INNLENT  | 14. maí | 23:38 
„Ég er auðvitað hæstánægður með þessa sókn okkar. Við erum að tvöfalda bæjarfulltrúatölu okkar eins og við stefndum að og það er sigur út af fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, en samkvæmt fyrstu tölum bætir flokkurinn við sig tveimur mönnum.

„Ég er auðvitað hæstánægður með þessa sókn okkar. Við erum að tvöfalda bæjarfulltrúatölu okkar eins og við stefndum að og það er sigur út af fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, en samkvæmt fyrstu tölum bætir flokkurinn við sig tveimur mönnum.

Meirihlutinn í Hafnarfirði heldur velli samkvæmt fyrstu tölum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn missir mann en Framsókn bætir við sig einum. 

„Við erum á pari við Sjálfstæðisflokkinn og það á eftir að koma í ljós hvernig lyktir verða í því.“ Það sé þó ljóst að um sé að ræða sigur fyrir jafnaðarmenn í Hafnarfirði.

„Það er augljóst mál að það er verið að kalla þá til verka.“

Þættir