„Það er vel hugsað um mig sem er smá tilbreyting“

ÍÞRÓTTIR  | 6. september | 15:10 
„Þetta er mjög skemmtilegt núna og það er gaman að spila fótboltann sem Vincent Kompany vill spila,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku B-deildinni í knattspyrnu, í Vellinum á Síminn Sport um helgina.

„Þetta er mjög skemmtilegt núna og það er gaman að spila fótboltann sem Vincent Kompany vill spila,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku B-deildinni í knattspyrnu, í Vellinum á Síminn Sport um helgina.

Jóhann Berg, sem er 31 árs gamall, er að koma sér aftur af stað eftir meiðsli en Vincent Kompany tók við stjórnartaumunum hjá Burnley í sumar eftir að Sean Dyche var rekinn frá félaginu í apríl.

„Þetta er aðeins öðruvísi en hjá Dyche,“ sagði Jóhann Berg.

„Kompany talaði um það þegar hann kom að hann byggir sína hugmyndafræði á fótboltanum sem Pep Guardiola vill spila og það sést.

Ég er í fínu standi og það er vel hugsað um mig sem er smá tilbreyting frá því þegar manni var bara hent út á völl og látinn hlaupa eins og brjálaður maður,“ sagði Jóhann Berg.

Þættir