Culiacán logar eftir handtöku

ERLENT  | 6. janúar | 11:33 
Mexíkósk yfirvöld hafa haft hendur í hári Ovidio Guzmán, sonar hins alræmda fíkniefnabaróns Joaquin „El Chapo“ Guzmán, í kjölfar aðgerðar sem lauk með því að hlutar mexíkósku borgarinnar Culiacán voru nánast lagðir í rúst og mátti sjá reyk þar stíga til himins víða í dag auk þess sem bílar stóðu í ljósum logum.

Mexíkósk yfirvöld hafa haft hendur í hári Ovidio Guzmán, sonar hins alræmda fíkniefnabaróns Joaquin „El Chapo“ Guzmán, í kjölfar aðgerðar sem lauk með því að hlutar mexíkósku borgarinnar Culiacán voru nánast lagðir í rúst og mátti sjá reyk þar stíga til himins víða í dag auk þess sem bílar stóðu í ljósum logum.

Guzmán, sem er hátt settur innan Sinaloa-fíkniefnahringsins, var áður handtekinn í október 2019 en látinn laus að kröfu Andrés Manuel López Obrador forseta þegar allt ætlaði um koll að keyra í óeirðum í kjölfar handtökunnar.

Fólk hvatt til að halda sig heima

Loka þurfti flugvellinum í Culiacán hluta dagsins í dag vegna skotbardaga sem þar geisaði og tilkynntu stjórnendur þar á Twitter að það hefði verið gert af öryggisástæðum eftir að flugvél flugfélagsins Aeromexico varð fyrir skotum.

 

 

Þá var skólum borgarinnar lokað og fólk hvatt til að halda sig heima vegna skotbardaga sem víða brutust út í kjölfar handtökunnar sem átti sér stað aðeins fáeinum dögum fyrir fyrirhugaða heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, til Mexíkóborgar þar sem leiðtogar Norður-Ameríku munu koma saman til fundar.

 

 

Er talið að López Obrador forseti noti það tækifæri til að sýna nágrönnunum í norðri hvers megnugur hann er og að honum sé í lófa lagið að halda uppi lögum og reglu í landi sínu.

New York Times

CNN

Reuters

Þættir