Væri til í að vera með Gumma þegar hann sér þetta

ÍÞRÓTTIR  | 20. janúar | 12:56 
„Maður finnur það alveg að væntingarnar eru miklar núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

„Maður finnur það alveg að væntingarnar eru miklar núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Synir Íslands: Gísli Þorgeir Kristjánsson

Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall, fór á kostum með Þýskalandsmeisturum Magdeburg á síðustu leiktíð en margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag leika með mörgum af sterkustu félagsliðum heims.

„Markmiðin okkar eru klár og við ætlum okkur á verðlaunapall í janúar og stærsti draumurinn er að fá gullverðlaun með landsliðinu,“ sagði Gísli Þorgeir.

Ég hlakka til að sjá svipinn á Gumma Gumm þegar hann sér þetta, skaut undirritaður þá inn í.

„Ég væri endilega til í að vera með honum þá,“ bætti Gísli Þorgeir við í léttum tón.

Gísli Þorgeir er í aðalhlutverki í sjötta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Þættir