Hefur lært að ekkert gigg er fullkomið

INNLENT  | 7. febrúar | 12:46 
Píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson segist hafa með tíð og tíma lært að ekkert gigg geti verið fullkomið. Hann kemur reglulega fram, bæði í sínum eigin verkefnum og með mörgu af okkar þekktasta tónlistarfólki.

Píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson segist hafa með tíð og tíma lært að ekkert gigg geti verið fullkomið. Hann kemur reglulega fram, bæði í sínum eigin verkefnum og með mörgu af okkar þekktasta tónlistarfólki.

Þessa dagana starfar hann sem tónlistarstjóri Idol á Stöð 2 og undirbýr útgáfutónleika með GDRN sem verða á laugardag í Hörpu. 

Spurður út í það hvort það að standa á sviði hafi átt vel við hann segist hann hafa verið heppinn að fá mörg tækifæri til að koma fram frá unglingsaldri, t.d. í Stuðmannasöngleik í Versló. 

Hann hefur undanfarin ár spilað tugi ef ekki hundruðir gigga á ári og segist mikið hafa lært á því en viðurkennir að hann verði samt stressaður inni á milli. Verkefnin eru miskrefjandi. Það mæðir mismikið á honum sjálfum og skiptir mismiklu máli hvort hann ruglist. 

 

 

„Stóri sannleikurinn er sá að maður spilar aldrei gigg sem er fullkomið. Ég held að allt ungt tónlistarfólk læri það á endanum. Það er alveg sama hvað maður er kominn langt, maður gerir alltaf einhver mistök. Bara kannski á misstórum skala.“

Magnús Jóhann var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. Þar sagði hann frá sínum eigin tónsmíðaverkefnum og samstarfinu við tónlistarmenn á borð við GDRN, Bríeti, Aron Can, Flóna, Moses Hightower, Skúla Sverrisson og Bubba Morthens. 

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/235878/

Þættir