mbl | sjónvarp

Ég bíð eftir fríinu

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 22:03 
Pavel Ermoljinski, framherji Valsmanna, var heldur súr þegar blaðamaður hitti hann eftir 86:76-tap í hörkuleik gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í sautjándu umferð deildarinnar í kvöld.

Pavel Ermoljinski, framherji Valsmanna, var heldur súr þegar blaðamaður hitti hann eftir 86:76-tap í hörkuleik gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í sautjándu umferð deildarinnar í kvöld.

Njarðvík­ur­sig­ur í nagl­bít

 

Pavel sagði það einkar súrt að hafa tapað þessum leik þar sem þetta hefði hæglega getað dottið beggja megin í kvöld. Pavel einfaldaði þetta nokkuð með því að segja að þarna mættust bara tvö lið sem spiluðu fínan körfubolta í 45 mínútur en annað liðið sigraði á meðan hitt tapaði.

Pavel sagði Njarðvíkurliðið ekki lið sem væri að stóla á eitthvert eitt atriði og því erfitt að leggja upp með eitthvað ákveðið gegn þeim. Pavel viðurkenndi að þéttara prógram og styttra á milli leikja tæki sinn toll af leikmönnum og hann væri vissulega farinn að finna fyrir þreytu.

Loading