GSM-notendur yfir einn milljarð

Frá uppsetningu á bás Motorola á CeBIT 2003.
Frá uppsetningu á bás Motorola á CeBIT 2003. AP

Hin alþjóðlegu GSM-samtök, sem er samstarfsvettvangur framleiðenda og fjölmargra fyrirtækja í farsímaiðnaði, segja að GSM-notendur hafi verið í kringum 970 milljónir undir lok ársins 2003, en GSM-farsímar hafa aðallega náð mikill útbreiðslu í Evrópu og Asíu. Talið er um 180 milljónir nýrra notenda hafi bæst í hópinn á síðasta ári, en notendum fjölgar um 15 milljónir á hverjum mánuði, að því er fram kemur á neasia.nikkeibp.com.

GSM-samtökin segja að GSM-notendur verði komnir yfir einn milljarð á fyrsta ársfjórðungi ársins 2004. Einkum er mikill vöxtur í GSM-notendum í Asíu, en um 70 milljónir völdu GSM á síðasta ári. Til samanburðar fjölgaði GSM-notendum um 42 milljónir í Evrópu á síðasta ári. Þá fjölgaði GSM-notendum um 10 milljónir bæði í Norður-Ameríku og Indlandi. Einnig fjölgaði notendum um níu milljónir bæði Miðausturlöndum og í Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert