Ný rannsókn: Konur virðast þola áfengi betur en karlmenn

mbl.is

Vísindamenn við Kentucky-háskóla hafa komist að því, að svo virðist sem konur þoli áfengi betur en karlmenn. Bæling minnkaði þrisvar sinnum meira hjá körlum en konum miðað við sama áfengismagn í blóði, samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna, sem birtar eru í tímaritinu Addiction. Segja þeir að þetta kunni að útskýra hvers vegna meiri líkur eru á að karlmenn verði árásargjarnir við áfengisneyslu en konur.

Einnig kom í ljós, að drykkja virðist fremur hafa örvandi áhrif á karla, en róandi á konur. Greint er frá rannsókn þessari á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

mbl.is