Viðgerð á Cantat 3 mun trufla netsamband hjá Rannsókna- og háskólaneti Íslands

Ljóst er að einhver truflun mun verða hjá þeim skólum og stofnunum sem tengjast Rannsókna- og háskólaneti Íslands (RHnet) þegar gert verður við Cantat 3 sæstrenginn.

Samkvæmt tilkynningu frá Farice í dag er fyrirhugað að hefja viðgerðir á laugardaginn. Þar kom fram að stöðva þurfi alla umferð um strenginn frá 12. janúar og er talið að viðgerðin taki um 10 daga. Framkvæmdastjóri RHnetsins segir hinsvegar að truflunin muni vara mun skemur.

RHnet þjónustar m.a. Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahús, og er skemmst frá því að minnast þegar bilun varð í Cantat 3 sæstrengnum þann 16. desember sl. þá rofnaði netsamband hjá þeim skólum og stofnunum sem RHnetið þjónar.

Fjarskiptasamband við útlönd fer um tvo sæstrengi, Cantat 3, sem er 12 ára gamall, og Farice, sem var tekinn í gagnið árið 2004. Öll umferð RHnetsins fer um Cantat 3 sæstrenginn og að sögn Jóns Inga Einarssonar, framkvæmdastjóra RHnets, er engin varaleið. Hann telur ólíklegt að netsambandið muni svona lengi niðri og fram hefur komið. Viðgerðin muni í mesta lagi taka einn til tvo daga, og hann bendir á að umrædd tilkynning komi frá Farice. RHnet hafi ekki enn fengið tilkynningu frá NORDUnet, samtökum norrænu rannsóknar- og menntanetanna, sem það er aðili að.

Aðspurður segir Jón að rætt hafi verið rætt við Farice hf. um að RHnet kaupi varasamband um Farice til bráðabirgða. Auk þess hefur verið rætt við Símann, en engin niðurstaða er þó komin í málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Glæsilegt 6 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík. H...