Farþegaflug aldrei verið öruggara en nú

Stærsta farþegaþota heims, A380, í Bandaríkjunum fyrir skömmu.
Stærsta farþegaþota heims, A380, í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Reuters

Fari maður daglega í flugferð með farþegaflugvél frá evrópsku eða n-amerísku flugfélagi mun maður ekki verða fyrir slysi fyrr en eftir 14.000 ár. Þetta hafa tölfræðingar reiknað út til að sýna fram á hversu lítil hætta sé því núorðið fylgjandi að fljúga.

Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten („Aldri vært sikrere å fly“).

Flug er mörg þúsund sinnum öruggari ferðamáti en að fara í bíl eða fótgangandi. Aðra hverja sekúndu lendir farþegaflugvél eða fer í loftið einhversstaðar í heiminum.

Í fyrra fór hættan á „boltapi“ (þ.e. að bolur flugvélar eyðileggist í slysi) í fyrsta sinn niður fyrir 0,2 skipti fyrir hverja milljón flugtaka farþegaflugvéla.

Álíka margir fórust í flugslysum í fyrra, eða 748, og árið þar áður (778). En þar sem fjöldi flugtaka jókst um 5,2% milli áranna, og fjöldi slysa minnkaði úr 16 í 11 jókst flugöryggi tölfræðilega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka