Innbyggð trú rannsökuð

Reuters

Vísindamenn við Oxford háskóla munu eyða næstu þremur árum og tveimur milljónum punda, um 260 milljónum króna, í að rannsaka hvers vegna mannkynið trúir á guði.

Það er Ian Ramsey trúar- og vísindamiðstöðin sem fengið hefur styrk til að framkvæma rannsóknina og verða fengnir til verksins mannfræðingar, guðfræðingar, heimspekingar og aðrir fræðimenn. Munu þeir einkum kanna það hvort trúin á guðdóm sé innbyggð í mannlegt eðli.

Roger Trigg, sem stjórnar miðstöðinni, segir að spurningin snúist um hvers vegna fólk trúi á einhvers konar guð og eitthvað ofurmannlegt eða yfirnáttúrulegt.

„Ein ályktunin er sú að trú sé ásköpuð afstaða en að guðleysi þurfi hins vegar frekari útskýringa við."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert