Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti sigurvegurunum Gulleggið 2008
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra afhenti sigurvegurunum Gulleggið 2008

Nýlega fóru fram úrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit fyrir íslenska háskólanema og nýútskrifaða,sem nú var haldin í fyrsta sinn. Sigurvegarar keppninnar voru fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur úr Háskólanum í Reykjavík sem hafa nýlega stofnað sprotafyrirtækið Eff2 technologies ehf.

Stofnendur Eff2 technologies hafa undanfarin ár unnið að þróun á mjög fullkomnum hugbúnaði sem hlotið hefur nafnið Videntifier Track. Videntifier kerfið getur sjálfvirkt greint kvikmyndir og sjónvarpsefni á netinu til varnar höfundarrétti. Það þekkir þúsundir klukkustunda af efni sem það hefur áður séð og getur farið yfir gríðarlega mikið magn efnis á hverjum degi. Kerfið fer yfir myndbönd á netinu og ber kennsl á það. Kerfið getur því á svipstundu safnað mjög verðmætum upplýsingum fyrir kvikmyndaframleiðendur um allan heim um ólöglegt niðurhal og birtingu myndefnis á netinu. Því næst er hægt að semja um greiðslu fyrir birtingu efnisins eða það tekið niður, í samræmi við óskir höfundarréttarhafa. Nú þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á þeirri tækni sem Eff2 hefur þróað og sala á kerfinu á alþjóðamarkaði mun hefjast strax á þessu ári, segir í fréttatilkynningu.

Stofnendur Eff2 technologies ehf. og sigurvegarar í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 eru Herwig Lejsek, Friðrik Heiðar Ásmundsson, Kristleifur Daðason og Chaski Yang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert