Google með forræðishyggju í dag

Google leitarvélin er sú langvinsælasta í heiminum
Google leitarvélin er sú langvinsælasta í heiminum AP

Bilun kom upp í leitarvél Google í dag sem gerði það að verkum að notendur gátu ekki nálgast leitarniðurstöður þar sem þær voru merktar sem skaðlegar.  Þeim notendum sem smelltu eftir sem áður á þær var ráðlagt að velja aðra síðu. Að sögn Google var um mannleg  mistök að ræða.

Notendur fundu fyrir þessum truflunum á þjónustunni í um 40 mínútur í dag. „Hvað var það sem gerðist? Það voru einfaldlega mannlega mistök,“ segir Marissa Mayer, varaforseti leitarvéla- og notendasviðs Google.

Leitervélin vinnur í samvinnu við Stopbadware.org  til að skanna ákveðnar síður sem koma skaðlegum hugbúnaði inn á tölvur fólks og vísa notendum frá þeim. Listinn yfir slíkar síður er uppfærður reglulega og færður Google, en þegar starfsmaður Google uppfærði listann í dag voru fyrir mistök allar síður merkar sem hugsanlega skaðlegar.

„Við munum rannsaka þetta tilfelli eins og þörf er á og koma í veg fyrir að þetta geti gerst aftur,“ segir Mayer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert