Tölvuormur hrellir iPhone-notendur

Reuters

Tölvuormur hrellir nú iPhone eigendur í Ástralíu, og er þetta í fyrsta sinn sem farsíminn smitast af slíkum ormi. Um er að ræða forrit sem dreifir sér sjálfkrafa. Það breytir skjámynd símans þannig að upp kemur mynd af popparanum Rick Astley ásamt skilaboðunum „ikee is never going to give you up.“

Textinn er vísun í vinsælasta smell Astleys, sem gerði það gott á níunda áratugnum. 

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ormurinn, sem gengur undir nafninu „ikee“, smiti aðeins iPhone-síma sem búið sé að eiga við, þ.e. sem hafa verið aflæstir. Þá er venjulega búið að fjarlægja varnarbúnað frá Apple, sem framleiðir símana, þannig að síminn geti keyrt hvaða hugbúnað sem er.

Sérfræðingar segja að „ikee“ sé ekki skaðlegur. Þeir benda hins vegar á að skæðir og hættulegir vírusar geti fylgt í kjölfarið.

Fram kemur að maðurinn á bak við ikee hafi birt hugbúðnaðarkóða um fjögur afbrigði ormsins. Talið er að það muni leiða til þess að fleiri afbrigði verði til, sem geti mögulega valdið mun meiri usla heldur en að breyta einfaldlega um mynd á skjáborði símans.

Ormurinn er sagður vera vísun í fyrirbæri á netinu sem kallast „Rickrolling“. Það gengur út á það að plata netnotendur að smella á tengla, sem notendurnir telja að séu í lagi, með þeim afleiðingum að þeir enda á vefsíðu þar sem myndbandið við smellinn „Never gonna give you up“ með Rick Astley er sýnt.

Hingað til hefur ormurinn aðeins sýkt ástralska síma, en hönnuðurinn er Ástrali að nafni Ashley Towns. 

Towns, sem er 21 árs, segir í samtali við ABC-fréttastofuna í Ástralíu að tilgangurinn með þessu hafi verið vekja athygli á öryggismálum. Ormurinn herjar aðeins á síma sem eru með Secure Shell Client (SSH) forritið uppsett í símanum, en það gerir öðrum forritum kleift að að tengjast símanum og breyta stýrikerfinu og skjölum. 

Rick Astley.
Rick Astley.
mbl.is
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...