Skjár iPhone 4 viðkvæmur

iPhone 4 er talinn vera veikbyggðari en forveri hans.
iPhone 4 er talinn vera veikbyggðari en forveri hans.

Fyrirtækið SquareTrade sem sérhæfir sig í sölu ábyrgða á raftækjum segir nýjasta iPhone-símann, iPhone 4, viðkvæman fyrir hnjaski. 

„Ef litið er á gögn síðustu fjögurra mánaða er augljóst að iPhone 4 er viðkvæmari en forveri sinn, iPhone 3G,“ segir talsmaður fyrirtækisins og bætir við að sprungur í skjá séu algengustu skemmdirnar en nýji síminn skartar skjá á bæði fram- og bakhlið. Þá er vert að taka fram að SquareTrade segir símann þrátt fyrir þetta mjög góðan.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert