Valda munnmök krabbameini?

HPV veira, myndin er tekin með rafeindasmásjá.
HPV veira, myndin er tekin með rafeindasmásjá. Mynd/Farsóttarfréttir

Sterk tengsl eru á milli munnmaka og krabbameins í höfði og hálsi samkvæmt rannsókn bandarískra vísindamanna. Hvetja þeir til þess að rannsakað verði frekar hvernig HPV-sýkingar geti leitt til krabbameins í munni hjá hvítum karlmönnum.

Í Bandaríkjunum er HPV-sýking nú algengari orsök krabbameins í munni en tóbaksnotkun en hið síðarnefnda er algengasta orsökin annars staðar í heiminum.

Komust vísindamenn að tíðni krabbameins í munni hafi aukist  225% í Bandaríkjunum á árunum 1974 til 2007, sérstaklega á meðal hvítra karlmanna.

„Þegar fólk er borið saman eftir því hvort það hefur sýkingu í munni eða ekki er fjöldi einstaklinga sem manneskjan hefur stundað munnmök með stærsti þátturinn. Með auknum fjölda þeirra aukast líkurnar á krabbameini,“ segir Maura Gillison við Ríkisháskólann í Ohio.

Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að fólk sem hefur stundað munnmök með sex eða fleiri einstaklingum um ævina séu átta sinnum líklegri til að fá höfuð- eða hálskrabbamein vegna HPV-sýkinga en þeir sem hafa átt færri en sex félaga.

Til eru allt að 150 mismunandi tegundir HPV-veira en um 40 þeirra geta smitast í kynmökum. Sumar þeirra valda kynfæravörtum en aðrar hættulegri tegundir geta valdið krabbameini í muni, endaþarmi, leggöngum eða getnaðarlim.

HPV-veirur sem smitast við kynmök eru algengar og eru oft einkennalausar. Eru þær algengasta orsök leghálskrabbameins hjá konum. Talið er að helmingur kynferðislega virkra Bandaríkjamanna fái HPV-sýkingu á einhverjum tímapunkti í lífinu.

„Við getum ekki sýnt fram á það á óhrekjanleg tengsl á milli ákveðinnar hegðunar og hættunnar á sýkingu. Uppgangur krabbameins í munni í Bandaríkjunum á sér aðallega stað hjá ungum hvítum karlmönnum og við vitum ekki ástæðuna fyrir því“, segir Gillison. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert