Hárlokkur breytir sögunni

Hér sést óperuhúsið í Sidney í Ástralíu að kvöldlagi
Hér sést óperuhúsið í Sidney í Ástralíu að kvöldlagi Reuters

Hundrað ára hárlokkur af frumbyggja frá vesturhluta Ástralíu veldur því að endurskrifa þarf söguna um upphaf mannsins. Danskir dna-sérfræðingar hafa ásamt hópi vísindamanna náð að sýna fram á að maðurinn fór frá Afríku minnst 24.000 árum fyrr en áður var talið.

Á vef danska ríkissjónvarpsins kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem vísindamenn hafi greint dna frumbyggja. Þar er haft eftir Eske Willerslev, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að þetta sé einstakt þar sem frumbyggjar Ástralíu hafi hingað til hafnað erfðafræðilegri greiningu.

Niðurstöður vísindamannanna úr hárlokknum sýna að fólk er síðar varð frumbyggjar í Ástralíu fór í fyrstu fólksflutningabylgjunni fyrir um 70.000 árum. Mun fyrr en það fólk sem síðar fór og fluttist til Evrópu og Asíu.

Uppgötvun vísindamannanna er í dag birt í tímaritinu Science og Willerslev ætlaði að vera í Ástralíu í dag þegar hún væri kynnt. Hann sagði málið pólitískt viðkvæmt því ef frumbyggjar gætu sannað að þeir hefðu búið í landinu í 50.000 ár stæðu þeir sterkari fótum gagnvart ástralska ríkinu í fjölmörgum málum er varða eignarhald á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert