Sjálfakandi bíll Google kominn á götur

Google tölvufyrirtækið, sem hannaði bíl sem ekur sjálfur án bílstjóra, hefur fengið leyfi yfirvalda í Nevadaríki í Bandaríkjunum fyrir því að bíllinn aki á götum úti.

Leyfið var gefið út með þeim skilyrðum að ávallt verði tveir í bílnum þegar hann er á ferð; annar þeirra á að sitja undir stýri og hinn fylgist með tölvuskjá þar sem fyrirhuguð leið bílsins er sýnd. Ef þörf þykir á, getur bílstjóri tekið yfir sjálfsstýringuna með því að þrýsta á hnapp.

Leyfið var veitt eftir að bíllinn var prófaður á Las Vegas Strip, einni fjölförnustu gatna Bandaríkjanna,

Hann er af gerðinni Toyota Prius, honum er stýrt með skynjurum, radar og myndavélum og hann er merktur sérstaklega, enda er enn um tilraunaakstur að ræða.

mbl.is
Til sölu Volvo CX V70, árg. 2000 Góður
Til sölu Volvo CX V70, árg. 2000 Góður bíll með reglulegt og vandað viðhald. Sum...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...