Facebook vinsælust og Instagram er í öðru sæti

Samfélagsmiðlar eru gríðarlega vinsælir meðal Íslendinga.
Samfélagsmiðlar eru gríðarlega vinsælir meðal Íslendinga. AFP

 Í nýrri könnun sem vefmarkaðsstofan Hálendið gerði fyrir matvælaframleiðandann Kelloggs kemur í ljós að Instagram er næst vinsælasti samfélagsmiðill Íslendinga. Facebook trónir sem fyrr á toppnum, segir í fréttatilkynningu.

„Twitter, samskiptamiðill sem byggir á stuttum textaskilaboðum og hefur náð miklum vinsældum víða um heim, hefur ekki slegið jafn duglega í gegn hér á landi.

Samfélagsmiðlar sem gera notendum kleift að deila ljósmyndum og myndböndum virðast hins vegar höfða vel til Íslendinga. 39% aðspurðra í könnuninni sögðust opna Instagram að minnsta kosta einu sinni á dag. En á móti voru 20% sem opna Twitter og aðeins 9% sem opna Linkedin. Í könnuninni kemur einnig fram að Snapchat nýtur mjög vaxandi vinsælda,“ segir í fréttatilkynningu.

Í könnunni var einnig spurt um viðhorf fólks til ýmissa samskiptamiðla. 81% sögðu að Facebook og Instagram væri góð leið til að miðla eigin lífi. 82% sögðu að notkun þessara tveggja samskiptamiðla skapi aukna nánd í samskiptum við vini og ættingja. 77% sögðu þá vera góða leið til að mynda ný tengsl og 94% sögðu þá nýtast við að viðhalda tengslum. 35% segja þessa tvo samskiptamiðla vera hentugt hjálpartæki í makaleit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert