Búa til nef á enninu

Xiaolian með nefið á enninu.
Xiaolian með nefið á enninu. Skjáskot/Youtube

22 ára gamall Kínverji, Xiaolian að nafni, hefur fengið nýtt nef sem var ræktað úr vef sem komið var fyrir á enni hans.

Xiaolian slasaðist á andliti í bílslysi og fékk í framhaldi alvarlega sýkingu í nefið. Ekki var hægt að byggja upp nefið á sínum venjulega stað.

Læknar bjuggu til nýtt nef úr vef sem þeir tóku annars staðar á líkamanum ásamt broti úr rifbeini. Nefið var látið vaxa á enninu og síðan er fyrirhugað að koma því fyrir á sínum rétta stað.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona aðgerð í gerð. Breti gekkst undir sambærilega aðgerð á síðasta ári.

mbl.is