Ferskvatn undir Grænlandsís

Ilulisat Grænlandi
Ilulisat Grænlandi mbl.is/RAX

Vísindamenn hafa uppgötvað geysimikla hvelfingu með á að giska 140 milljörðum tonna af ferskvatni á um 70 þúsund ferkílómetra svæði undir ísnum á Grænlandi. Þeir segja að vatnið haldist á fljótandi formi í loftrýminu á milli ísagnanna, með sama hætti og ávaxtasafi með íshröngli sé áfram fljótandi í könnu í kæliskápnum.

Sagt er frá málinu í Nature Geoscience en bráðnun íssins á Grænlandi er sögð eiga þátt í hækkun sjávarborðs síðustu 100 árin. Fram kemur í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, að um 34 milljarðar tonna af Grænlandsís hafi bráðnað 1992-2001 en 215 milljarðar 2002-2011.

Borað var á svæðinu 2011 og mönnum til furðu kom þá upp rennandi vatn þótt kuldinn væri mínus 15 gráður á celsius. Verulegt magn af vatninu er í fremur lausum snjó sem á ensku er nefndur firn. Fram kemur í frétt BBC að margt sé enn óljóst varðandi þessa uppgötvun, einkum hve hröð vatnsmyndun eigi sér stað á svæðinu og hvert vatnið renni að lokum, hvort það fari jafnvel í sjóinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert