Flaug dróna á Empire State

Lögregludrón sést hér fanga annan dróna á öryggisæfingu í Japan.
Lögregludrón sést hér fanga annan dróna á öryggisæfingu í Japan. AFP

Maður sem sætir nú ákæru fyrir að hafa flogið dróna á fertugustu hæð Empire State byggingarinnar ber fyrir sig að lögregluþjónn hafi sagt flug á svæðinu í góðu lagi. Auk þess hafi blogg á netinu veitt honum misvísandi upplýsingar.

Samkvæmt lögreglu klessti dróninn á fertugustu hæðina og féll þaðan niður fimm hæðir á syllu. Engum sögum fer af skemmdum eða slysum á fólki en líkur má leiða að því að byggingin hafi staðið af sér áhlaup drónans.

„Það eina sem ég vildi gera var að mynda 20 sekúndna myndband til þess að kynna góðgerðafélag. Ég spurði löggu 20 mínútum fyrr hvort ég mætti gera það. Hann sagði að það væri í lagi. Þar fyrir utan fór ég á þessa vefsíðu [ http://blog.cameralends.com/2015/02/23/where-to-fly-a-drone-in-new-york-city-legally/ ],“ sagði Sean Riddle á twitter.

Empire State byggingin er meðal helsti kennileita New York borgar …
Empire State byggingin er meðal helsti kennileita New York borgar og sést hér böðuð í rauðu ljósi í tilefni af kínverska nýárinu á laugardag. AFP

Yfirvöld hafa aftur á móti bent á síðuna Know Before You Fly, samstarfsverkefni flugmálayfirvalda og drónaframleiðenda, áður en upp í loft er haldið. Þar er Empire State og nágrenni tiltekið sem bannsvæði.

Riddle á yfir höfði sér ákæru fyrir að stofna öryggi samborgara sinna í hættu og ólöglegt flug í og við New York.

Frétt BBC

mbl.is