Slökkva á öllum örbylgjusendum

Slökkt verður á örbylgjusendum Vodafone fyrir sjónvarp á höfuðborgarsvæðinu í …
Slökkt verður á örbylgjusendum Vodafone fyrir sjónvarp á höfuðborgarsvæðinu í júní mbl.is/Ómar Óskarsson

Í júní mun Vodafone ljúka við að slökkva á MMDS örbylgjusendum sínum fyrir sjónvarp á höfuðborgarsvæðinu. Áður var félagið búið að slökkva á slíkum sendum sem voru í notkun á Suðurlandi og Suð-Vesturlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu

Ástæða breytinganna er hin hraða tækniþróun sem hefur átt sér stað í fjarskiptum, en þörfin fyrir aukið tíðnisvið fyrir háhraðafarnetstækni hefur aukist verulega síðustu ár og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram, segir jafnframt í tilkynningu. 

Ætla má að ekki margir notendur verða fyrir beinum neikvæðum afleiðingum af þessum breytingum, þótt vissulega þurfi sumir þeirra að gera ráðstafanir til að geta tekið við sjónvarpsútsendingum með öðrum hætti. 

Vodafone hefur birt upplýsingar og áætlun um hvernig það ætlar að haga þessum breytingum sem hægt er að sjá nánar hér.  


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert