Hættir að taka við „erlendu sorpi“

Árlega hafa Bretar flutt um 500 þúsund tonn af plastúrgangi ...
Árlega hafa Bretar flutt um 500 þúsund tonn af plastúrgangi til Kína. AFP

Endurvinnslufyrirtæki og stofnanir á Bretlandseyjum eru úrræðalausar eftir að Kínverjar settu á bann við innflutningi plastúrgangs til landsins. Bretar hafa á síðustu árum sent árlega um 500 þúsund tonn af plastúrgangi sjóleiðina til Kína. En nú hefur verið tekið fyrir slíkan innflutning í Kína.

Samband endurvinnslufyrirtækja í Bretlandi segja að í augnablikinu sé alls óljóst hvernig tekið verði á vandanum sem er byrjaður að safnast upp. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, kúvending í okkar iðnaði,“ segir Simon Ellin, formaður sambandsins, í samtali við BBC. „Við höfum stólað svo lengi á Kína fyrir okkar úrgang,“ segir hann en um 55% af öllum pappír hefur verið fluttur þangað sem og um 25% af öllum plastúrgangi. 

Samkvæmt frétt BBC tekur innflutningsbannið í Kína gildi í þessum mánuði. Bannið nær yfir innflutning á „erlendu sorpi“. Aðrar Asíuþjóðir munu að einhverju leyti taka við þessu hlutverki en þó ekki öllum þeim úrgangi sem tilfellur.

Utanríkisráðherra Bretlands, Michael Gove, viðurkennir að hann hafi verið seinn að átta sig á alvarleika málsins.

Í frétt BBC segja sérfræðingar að nú muni rusl safnast upp í Bretlandi og líklegt að meira af því verði notað í landfyllingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Bílalyftur frá JEMA á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. Einnig snigildrifnar danskar gæðaly...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...