Vilja innleiða blágrænar ofanvatnslausnir

Dæmi um blágrænar ofanvatnslausnir á þróunarsvæðum erlendis.
Dæmi um blágrænar ofanvatnslausnir á þróunarsvæðum erlendis. Ljósmyndir/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnir (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni  á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi.

Þetta kemur fram á vef borgarinnar en þar segir jafnframt að námskeið hafi verið haldið í liðinni viku.

Þar segir, að ávinningur þess að virkja BGO sé margþættur, til dæmis verði minna álag á fráveitukerfi, lægri stofn- og rekstrarkostnaður þeirra, hreinna regnvatn-, ár og lækir, heilbrigðara og gróðurríkara umhverfi, aukinn líffræðilegur fjölbreytileiki og aukin seigla borgarinnar gagnvart loftslagsbreytingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert