Höfðar mál gegn lækni sem notaði eigið sæði

DNA rannsóknin sýndi fram á að Rowlette var ekki dóttir ...
DNA rannsóknin sýndi fram á að Rowlette var ekki dóttir mannsins sem hún taldi vera föður sinn.

Bandarísk kona hefur nú höfðað mál gegn kvensjúkdómalækninum sem sinnti foreldrum hennar í tengslum við getnað hennar, eftir að DNA-rannsókn sýndi fram á að hann notaði eigið sæði til að hjálpa henni að verða ólétt.

BBC segir konuna, Kelli Rowlette, hafa sent DNA-prufu til greiningar hjá vefsvæðinu Ancestry.com. Við það hafi hún komist að því sér til mikillar undrunar að hún væri ekki dóttir föður síns.

Hélt Rowlette upphaflega að galli hefði verið á prófinu, eða allt þar til hún uppgötvaði að DNA-prufan passaði lækninum sem tók á móti henni í heiminn.

Foreldrar Rowlette höfðu verið í sambandi við kvensjúkdómalækni og frjósemissérfræðing áður en hún fæddist.

Hefur Rowlette nú höfðað mál gegn lækninum, Gerald Mortimer, og hljómar ákæran upp á svik, vanrækslu í starfi, líkamsárás, andlega streitu og brot á samningi. Í málsskjölunum kemur fram að Rowlette hafi ekki vitað að foreldrar hennar, sem eru skilin í dag, hafi átt í erfiðleikum með að geta barn þar til hún bar DNA-niðurstöðurnar upp á þau.

Vegna lágrar sæðisfrumuframleiðslu hjá föður hennar og ástands legs móður hennar ákváðu þau að láta nýta sér tæknifrjóvgun þar sem sæði föður hennar og óþekkts sæðisgjafa yrði komið fyrir í leginu.

Höfðu þau tekið fram við lækninn að sæðisgjafinn yrði að vera háskólanemi sem væri yfir 1,8 metrar á hæð og með brúnt hár og blá augu.

Læknirinn er hins vegar sagður hafa komið eigin sæði fyrir í legi móðurinnar um þriggja mánaða skeið að því er fram kemur í dómsskjölum. Hafa foreldrar Rowlette sagt að þau hefðu ekki samþykkt aðgerðina ef þau hefðu vitað að læknirinn ætlaði að nota eigið sæði.

Er Mortimer raunar sagður hafa „grátið“ er hann frétti að hjónin væru að flytja frá Ohio til Washington-ríkis eftir að hann hafði tekið á móti barninu og annast hana eftir fæðingu.

„Mortimer vissi að Kelli Rowlette var líffræðileg dóttir hans, en greindi ekki frá því,“ segir í ákærunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kínverskur antik skápur
Mjög glæsilegur kínverskur antik skápur til sölu. Hæð 2.20 Breidd 1.50 Þykkt ...
Viltu auka business þinn. Egat Nuddsteinar(Basalt) ásamt Steinapotti 39.000
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal Mjög sjaldgæft Geirfuglapar Hæð: 27 cm *...
 
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...
Bílaleiga til sölu
Fyrirtæki
Til sölu bílaleiga Sem sérhæfir sig í...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
Menning
Listir
Musicians The Akureyri Culture Society ...