Sólbrenna þrátt fyrir sólarvörn

Grasið er ekki grænt í Hyde Park í London þetta ...
Grasið er ekki grænt í Hyde Park í London þetta sumarið en mjög heitt er í veðri í Bretlandi. AFP

Sólarvörn er ekki að skila þeim árangri sem fólk væntir að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. En það er ekkert að sólarvörninni heldur hvernig hún er borin á, segir í niðurstöðu rannsóknarinnar sem unnin er af vísindamönnum við King's College í London.

Fræðilega séð ætti sólarvörn 15 (SPF) að vera nægjanleg til að koma í veg fyrir sólbruna en í raunveruleikanum ætti fólk að nota vörn 30 eða 50 til þess að vera öruggt um að brenna ekki, segir í rannsókninni.

AFP

Niðurstaða rannsakenda er að best sé að nota vörn 50 og gæta þess að nota nóg af henni. Á vef BBC er ítarlega fjallað um hvernig eigi að bera vörn á sig en í Bretlandi hefur verið mjög heitt og sólríkt undanfarnar vikur.

Þar segir að meðalmaður eigi að nota að minnsta kosti sex fullar teskeiðar af vörn í hvert skipti. Rúmlega hálf skeið fari á hvorn handlegg og annað eins á andlit, háls og eyru. Rúma skeið eigi að nota á hvorn fótlegg, brjóst og kvið og eins á bak.

Síðan mælir BBC með því að bera vörnina vel og vandlega á líkamann og alls ekki gleyma hliðunum. Helst eigi að bera vörnina á sig 15 til 30 mínútum áður en haldið er af stað út í sólina. Endurtaka skal smurninguna á tveggja tíma fresti og eins eftir hvert skipti sem farið er í sund. Það er ef vörnin er ekki vatnsheld.

Svo segir um sólbruna á vef embættis landlæknis:

Útfjólublá geislun, hvort sem hún kemur frá sólinni eða ljósabekkjum, er aðalorsök húðkrabbameina. Á Íslandi greinast yfir 300 manns með krabbamein í húð á hverju ári, þar af að meðaltali 50 manns með sortuæxli, sem er hættulegasta tegund húðkrabbameina. Besta forvörnin gegn húðkrabbameinum er að koma í veg fyrir sólbruna.

  • Ung börn ættu aldrei að vera óvarin í sól sérstaklega ekki fyrsta aldursárið.
  • Forðumst sólina frá klukkan 11 til 15 - Þá eru geislar sólarinnar sterkastir. Enginn, og þá sérstaklega ekki börn, ætti að liggja í sólbaði á þeim tíma.
  • Klæðumst fötum til að skýla okkur fyrir sólinni - Að klæðast víðum fötum er þægileg og árangursrík leið til að verja sig fyrir útfjólublárri geislun, ef nauðsynlegt er að vera úti þegar sól er hæst á lofti.
  • Sitjum í skugganum - Það er einföld leið til að verja sig fyrir sólargeislunum. Góð regla er að vera aldrei óvarinn í sólinni ef skugginn er styttri en maður sjálfur.
  • Sólaráburður - Notum sólarvarnaráburð þegar við erum úti í sólinni um miðjan dag. Bera skal á húðina hálftíma áður en farið er í sólina og endurtaka á tveggja klukkutíma fresti. Munum að jafnvel vatnsþolinn sólaráburður máist af við það að þurrka sér með handklæði.
  • Verndum augun - Notum sólgleraugu til að vernda augun gegn áreiti sólargeislanna en þeir geta orsakað ský á auga og aðra augnsjúkdóma.
AFP
mbl.is
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 14 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS EFTIR INNSKRÁNINGU Á BOKIN...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Við kaup og sölu fasteigna.
Ertu í söluhugleiðingum. Hafðu þá samband við mig....
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...