Heimilistækjunum skipað fyrir

Gestir á IFA-sýningunni horfa á ofurháskerpusjónvarpsskjá á sýningarsvæði Samsung.
Gestir á IFA-sýningunni horfa á ofurháskerpusjónvarpsskjá á sýningarsvæði Samsung. AFP

Það mun ekki líða á löngu áður en öll venjuleg heimilistæki verða búin gervigreind og hægt verður að skipa þeim fyrir með því að kalla til þeirra.

Þetta er að minnsta kosti skoðun markaðsfræðinga og raftækjaframleiðenda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. „Raddstýring og gervigreind eru ráðandi í framleiðslu raftækja þetta árið,“ sagði Hans-Joachim Kamp, stjórnarformaður IFA-raftækjasýningarinnar sem nú stendur yfir í Berlín í Þýskalandi.

Raddstýrð raftæki hafa verið áberandi á tæknisýningum undanfarin misseri og nú veðja framleiðendur á að neytendur séu tilbúnir að opna budduna og kaupa slík tæki. Rannsóknarfyrirtækið Gartner spáir því m.a. að árið 2020 verði raddstýrð tæki af einhverju tagi á 75% heimila í Bandaríkjunum.

Sjá umfjöllun um gervigreind heimilistækja í heild í Morgunblaðinu í dag.