Skjánotkun seinkar þroska barna

Börn sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn þroskast hægar ...
Börn sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn þroskast hægar en þau sem eru minna í tölvum og snjalltækjum. AFP

Börn sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn þroskast seinna en þau sem eru minna við skjáinn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar og segir dr. Sheri Madigan, sem stýrði rannsókninni við háskólann í Calgary, að foreldrar eigi að takmarka þann tíma sem börn þeirra fá að eyða í tölvum og snjalltækjum.

Kanadíska rannsóknin sýnir að börn sem eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn við tveggja ára aldur standa sig verr á þroskaprófum þriggja ára en þau sem eyða litlum tíma við skjáinn. Rannsókn á þriggja ára börnum sýnir svipaða niðurstöðu í fimm ára þroskaprófi. 

Skjánotkun barna getur haft áhrif á þroska þeirra.
Skjánotkun barna getur haft áhrif á þroska þeirra. AFP

„Það sem er nýmæli í þessari rannsókn er að við erum að rannsaka mjög ung börn, á aldrinum tveggja til fimm ára, þegar þroski heilans er að taka miklum breytingum og framförum. Eins eru börn að þroskast mjög hratt á þessum aldri,“ segir Madigan í viðtali við Guardian.

Hún segir að foreldrar eigi að gæta vel að þeim tíma sem þeir leyfa börnum sínum að eyða í tækjum. Því þetta geti haft mikil áhrif á þroska þeirra. 

Frétt Guardian í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...