Hlýnun gæti tímabundið farið yfir 1,5 stig

Í viðtali við BBC segir Adam Schaife, yfirmaður langtímaspár hjá …
Í viðtali við BBC segir Adam Schaife, yfirmaður langtímaspár hjá bresku veðurstofunni, að spárnar bendi til hraðrar hlýnunar. mbl.is/Styrmir Kári

Hlýjasti áratugurinn síðan mælingar hófust árið 1850 stendur nú yfir, en áætlað er að næstu fimm árin verði ársmeðalhiti að minnsta kosti 1 stigi hærri en þekktist fyrir iðnbyltinguna.

Samkvæmt bresku veðurstofunni er einnig mögulegt að meðalhiti fari tímabundið hærra en 1,5 stig umfram almennan meðalhita á næstu fimm árum, sem þykir gefa alvarleg merki um loftslagsbreytingar.

Í viðtali við BBC segir Adam Schaife, yfirmaður langtímaspár hjá bresku veðurstofunni, að spárnar bendi til hraðrar hlýnunar. Um 10% líkur eru á því að hiti fari hærra en 1,5 stig yfir meðalhita tímabundið. Sú tala er þröskuldur sem getið er um í Parísarsáttmálanum og Sameinuðu þjóðirnar birtu í október skýrslu um langtímaáhrif slíkrar hlýnunar.

Vís­inda­menn­irn­ir sem unnu skýrsl­una segja hana vera lokaviðvör­un og miðað við nú­ver­andi þróun stefn­i í 3 stiga hlýn­un inn­an nokk­urra ára­tuga. Eigi hins veg­ar að tak­ast að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5 stigum sé þörf á „hröðum, víðtæk­um og for­dæm­is­laus­um breyt­ing­um á öll­um hliðum þjóðfé­lags­ins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert