Meðferð við heilablóðfalli lofar góðu

Blóðþurrðarheilablóðfall stafar af skerðingu á blóðflæði til hluta heilans, en …
Blóðþurrðarheilablóðfall stafar af skerðingu á blóðflæði til hluta heilans, en slíkt stafar í flestum tilfellum af blóðtappa sem hindrar blóðstreymi til heilafrumna. AFP

Þeir sem verða fyrir blóðþurrðarheilablóðfalli gætu mögulega náð fullum bata, sé byltingarkenndri stofnfrumumeðferð beitt innan 36 stunda frá heilablóðfalli. Meðferðin hefur þegar sýnt árangur í Bretlandi og Bandaríkjunum, að því er Telegraph greinir frá. Því er þó haldið til haga að meðferðin er enn á tilraunarstigi.

Fram til þessa hefur fólk sem verður fyrir heilablóðfalli helst þurft að komast á sjúkrahús innan fjögurra klukkustunda til að hægt sé að hefja svokallaða segaleysandi meðferð, til að losa um blóðtappa sem myndast hafa. Í flestum tilfellum er þessi tími ekki nægur og um tveir þriðju þeirra, sem þó lifa af blóðfallið, verða fyrir varanlegum skaða.

Matvæla-og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna hefur gefið meðferðinni flýtimeðferð innan síns kerfis svo að umfangsmeiri rannsóknir geti hafist. Yfirvöld nokkurra Evrópuríkja og í Japan hafa tekið svipaða afstöðu til málsins.

Sérfræðingar hafa nú hafið tilraunameðferð á 300 sjúklingum en stefnt er að því að meðferðin verði gerð leyfileg í Bandaríkjunum árið 2021.

Blóðþurrðarheilablóðfall stafar af skerðingu á blóðflæði til hluta heilans, en slíkt stafar í flestum tilfellum af blóðtappa sem hindrar blóðstreymi til heilafrumna, sem þá geta orðið fyrir óafturkræfum skemmdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert