Prump og geitajarm í stað bílflautu?

Elon Musk, for­stjóri bíla­fram­leiðand­ans Tesla, segir það vel koma til …
Elon Musk, for­stjóri bíla­fram­leiðand­ans Tesla, segir það vel koma til greina að eigendur rafbílanna geti valið ýmis hljóð í stað hins hefðbunda bílflauts í nánustu framtíð. AFP

Eigendur Tesla-rafbíla munu í nánustu framtíð geta skipt út hljóði bílflautunnar fyrir hins ýmsu hljóð, til að mynda prumphljóð og geitajarm. Þetta fullyrðir Elon Musk, for­stjóri bíla­fram­leiðand­ans Tesla, á Twitter.Musk segir að næstu kynslóðir rafbíla frá framleiðandanum muni bjóða eigendum upp á þann möguleika að stjórna sjálfir hvers konar hljóð kemur úr hefðbundnu bílflautunni. Óljóst er hins vegar hversu mikil alvara fylgir yfirlýsingum Musk. 

Þráðurinn á Twitter-síðu Musk er ansi líflegur og hafa fylgjendur hans óskað eftir hinum ýmsu hljóðum, til dæmis frumskógar- og regnskógarhljóðum. Þá hafa einhverjir óskar eftir því að eigendur geti sjálfir flutt eigið efni yfir á bílflautuna. 

Business Insider hafði uppi á talsmanni Tesla sem vildi ekki tjá sig um líkurnar á að óvenjulega bílflautan verði að veruleika í nánustu framtíð.

mbl.is