Facebook bannar djúpfalsanir

Bannað er að birta djúpfölsuð myndbönd á samfélagsmiðlinum. Viðleitnin er …
Bannað er að birta djúpfölsuð myndbönd á samfélagsmiðlinum. Viðleitnin er til marks um þá miklu gagnrýni sem miðillinn hefur fengið á sig um að hann hafi bjagað lýðræði. AFP

Bandaríski samfélagsmiðillinn Facebook hefur tilkynnt að svokallaðar djúpfalsanir verði bannaðar á síðum miðilsins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. Með því á að koma í veg fyrir að kjósendur sjái falsanir gervigreindarforrita þar sem fólk er látið segja hluti sem það hefur aldrei látið út úr sér.

Falsanir af þessu tagi hafa valdið miklum usla í geiranum og verða sífellt algengari. Í myndbandinu fyrir neðan eru djúpfalsanir skoðaðar af Bloomberg-fréttastofunni.

Facebook tilkynnti um fyrirætlun sína í gær en bannið beinist gegn myndböndum sem hefur verið breytt til þess að blekkja venjulega áhorfendur um að einhver hafi sagt eitthvað sem hann gerði ekki en einnig gegn myndböndum sem gerð eru af gervigreindarforritum.

Eitt frægasta myndbandið sem hefur verið beitt í pólitískum tilgangi var af Nancy Pelosi, leiðtoga demó­krata í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings, þar sem hægt var á upptöku af ræðu hennar til að láta hana koma illa út. Ekki er þó víst að þetta myndband myndi eiga við um reglur Facebook þar sem það uppfyllir ekki fyrrgreind skilyrði.

Washington Post fjallaði fyrst um málið.

mbl.is