Geyma vindorku á fljótandi formi

Vindmillur við Búrfell.
Vindmillur við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) og samstarfsaðilar þess hafa nú formlega lokið MefCO2 rannsóknarverkefninu sem staðið hefur yfir frá árinu 2015. Niðurstaða verkefnisins sýnir fram á að nýta má tæknilausn CRI til að umbreyta vind- og sólarorku ásamt fönguðum koltvísýringi jafnóðum yfir á fljótandi form. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Í verkefninu, sem að hluta til var fjármagnað af Nýsköpunar-og rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, var tilraunaverksmiðja sem byggir á ETL tæknilausn CRI (Emissions-to-Liquids) reist við orkuver RWE nærri Köln í Þýskalandi. Afurðin sem uppgötvaðist í verkefninu nefnist rafmetanól, en það má mjög auðveldlega geyma, flytja og nýta með marvíslegum hætti. 

„Umbreyting umframorku í rafeldsneyti eins og metanól sem auðvelt er að geyma og flytja með innviðum sem þegar eru til staðar er ein lykilforsenda áframhaldandi vaxtar framleiðslu á grænni raforku“ sagði Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI. „Jákvæðar niðurstöður MefCO2 verkefnisins eru mikilvæg staðfesting á leiðandi stöðu CRI á sviði rafeldsneytis og endurnýtingu koltvísýrings.“

mbl.is

Bloggað um fréttina