Snjallforrit óvirk á Apple-símum

Tinder er meðal forrita sem liggja niðri.
Tinder er meðal forrita sem liggja niðri.

Fjöldi vinsælla snjallforrita er nú óvirkur á tækjum frá tæknirisanum Apple. Meðal snjallforrita sem liggja niðri eru Spotify, Tinder og Pinterest. Að því er fram kemur á fréttamiðlum vestanhafs liggur sökin hjá samfélagsmiðlinum Facebook. 

Ekkert hefur fengist staðfest enn, en að því er fyrstu fregnir herma eru tæknivandræðin tilkomin vegna bilunar í hugbúnaðarþróunarbúnaði Facebook, SDK, sem notaður er til að gera einstaklingum kleift að nýta forritin. Engin vandræði hafa verið með Android-smáforrit og svo virðist sem vandamálið sé eingöngu bundið við IOS-tæki. 

Facebook sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að málið sé til skðoðunar. „Við vitum af vandamálinu og erum að skoða hvaða getur valdið því að ákveðin forrit eru að hrynja.“ Áþekk villa hefur áður komið fram hjá Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert