Hætta framleiðslu eftir 35 ár

Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Toshiba en árið 2015 …
Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Toshiba en árið 2015 var fyrirtækið rekið með 318 milljón dollara tapi. Ljósmynd/Akira Kodaka

Japanski tölvurisinn Toshiba seldi nýverið síðasta hlut sinn í tölvuframleiðandanum Dynabook og er því með öllu hætt aðkomu sinni að tölvuframleiðslu. Fyrsta Toshiba-fartölvan kom á markað árið 1985 og er því 35 ára sögu fyrirtækisins sem tölvuframleiðanda lokið. BBC greinir frá.

Árið 2011 seldi Toshiba um 17 milljónir fartölva um heim allan en árið  2016 seldi fyrirtækið ekki nema um tæpar tvær milljónir tölva. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Toshiba en árið 2015 var fyrirtækið rekið með 318 milljón dollara tapi. Það gera um 43 milljarða íslenskra króna á núvirði.

Frétt BBC um málið.

mbl.is